top of page

Grasnytjar á Íslandi

þjóðtrú og saga 

Bókina má panta her á síðunni, flipinn PANTA BÓK eða senda tölvupóst á hespa@hespa.is og hún er einnig fáanleg í öllum betri bókabúðum og víðar (Sjá flipann SÖLUSTAÐIR).

Bókin Grasnytjar á Íslandi, þjóðtrú og saga kom út vorið 2018. Í bókinni er fjallað um villtar jurtir sem hafa verið nytjaðar á Íslandi í gegnum tíðina en meðal annars nýttu menn jurtir til fóðurs, húsbygginga, litunar og lækninga. Ýmis þjóðtrú varð til um nytjarnar en á þessum tíma skildu menn ekki efnafræðina sem lá á bak við virknina og kenndu oft um hindurvitni og göldrum. Fjallað er um þjóðtrú og sagnir tengdar jurtunum. Höfundur er Guðrún Bjarnadóttir og Jóhann Óli Hilmarsson tók ljósmyndirnar. Teikningar í bókinni eru eftir Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri en hann er þekktur fyrir bækur sínar á sviði landbúnaðarsögu.

Bókin er einnig gefin út á ensku og heitir Plants of Iceland Traditional uses and folklore. Þýðandi er Edward Rickson.

Bókin hentar öllum aldurshópum, ömmu og afa, langömmu og langafa og allri fjölskyldunni. Bókin er hugsuð til að auka virðingu fyrir náttúrunni í kringum okkur og fá fólk til að líta niður fyrir tærnar á sér.

Bókin er 130 blaðsíður og 14,5X14,5 cm að stærð, harðspjalda.

kapur_f_vef_isl.jpg
kapur_f_vef_ens.jpg
bottom of page