top of page
Sóldögg.jpg
Sóldögg teikning.png

Sóldögg

Drosera rotundifolia

Sóldöggin nærist á skordýrum sem hún laðar að sér. Þau festast á blöðunum sem eru alþakin löngum kirtilhárum sem seyta meltingarensímum. Kirtilhárin verpast yfir skordýrið og meltingarensímin melta það upp. Kirtilhárin með meltingarensímunum líta út eins og freknur og hugsanlega er það ástæðan fyrir því að talið er að hægt sé að losna við freknur með ensímunum. En hvers vegna skyldu börn frá freknur? Samkvæmt þjóðtrúnni er það vegna þess að móðirin hefur borðað rjúpuegg á meðgöngunni. Á 18. öld voru slímdroparnir settir í brennivín og töldust þeir hafa undraverða verkun og ef þeirra var neytt þá þurfti ekki að leita sér læknis. Droparnir voru kallaðir Aqua vita roris solis, sem þýðir vatn lífsins eða dögg sólar og voru droparnir taldir geta eytt vörtum, líkþornum og freknum.

 

bottom of page